fim 23. apríl 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta syngur um samkomubannið - ESPN birti lagið
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Þórarinsson, sem leikur fyrir New York City í bandarísku MLS deildinni, er ekki aðeins þekktur fyrir hæfileika sína innan vallar.

Hann hefur verið duglegur við að spila á gítar, semja texta og syngja í gegnum tíðina og hefur gefið út nokkra slagara hér á landi.

Hans nýjasta lag er á ensku og fjallar um samkomubannið: andlega erfiðleika sem geta fylgt því að vera lokaður inni, samhug og söknuð.

Bæði New York City og ESPN hafa birt myndband af Guðmundi fytja lagið á Twitter.

New York CIty FC er með næstum 400 þúsund fylgjendur á Twitter. ESPN er með tæpar 2 milljónir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner