fim 23. apríl 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kann vel við Bruce en væri mjög til í Pochettino
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Bruce er á sínu fyrsta tímabili hjá Newcastle.
Bruce er á sínu fyrsta tímabili hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Warren Barton, fyrrum varnarmaður Newcastle, vill að félagið reyni að ráða Mauricio Pochettino sem stjóra liðsins.

Nýir eigendur eru að kaupa Newcastle en um er að ræða fjárfestingahóp sem Amanda Staveley leiðir. Á bakvið hópinn eru mjög auðugir menn frá Sádi-Arabíu og því væntanlega góður peningur að koma inn í félagið ef eigandaskiptin ganga upp.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sett stórt spurningamerki við þessi mögulegu kaup.

Sjá einnig:
Biðla til starfsfólks og stuðningsmanna að kynna sér stöðu mannréttindamála

Að sögn Sky Sports þá mun Steve Bruce fá tíma til að sannfæra nýja eigendur um að hann sé rétti maðurinn til að stýra liðinu. Barton, sem lék með Newcastle frá 1995 til 2002, vill hins vegar að félagið ráði einn besta stjóra í heimi.

„Ég er mikill aðdáandi Steve Bruce og ég kann vel við hann sem manneskju. Hann er góður í að koma liðum upp úr Championship-deildinni og gera þau að úrvalsdeildarliðum," sagði Barton við Sky Sports.

„Ég held að Pochettino myndi henta Newcastle mjög vel; hann tikkar í alla réttu kassana."

Bruce tók við Newcastle fyrir tímabilið og var það ákvörðun sem margir stuðningsmenn félagsins voru ósáttir við. Bruce hefur hins vegar tekist ágætlega upp á sínu fyrsta tímabili. Áður en hlé var gert á fótbolta í Englandi vegna kórónuveirunnar var Newcastle í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og enn með í FA-bikarnum.

Pochettino var rekinn frá Tottenham fyrr á þessu tímabili eftir að hafa komið Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Sá argentíski stýrði Tottenham frá 2014 til 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner