Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. apríl 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Meira en 400 milljónir til að fylla í skarð Neymar"
Mynd: Getty Images
Gerard Lopez, fyrrum miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, hefur verið að fylgjast með orðrómum er varða mögulega endurkomu Neymar til Barca.

Lopez telur félagið hafa gert stór mistök í þessu máli og bendir á að nú sé Barcelona búið að eyða meira en 400 milljónum evra í tilraun sinni til að fylla í skarð Neymar.

Þar á hann við kaupin á Philippe Coutinho, Ousmane Dembele og Antoine Griezmann en engum þeirra hefur tekist að skína sérlega skært frá komu sinni til Barca.

„Barca er búið að eyða meira en 400 milljónum evra til að fylla í skarð leikmanns (Neymar) sem félagið er núna að reyna að kaupa aftur til sín," sagði Lopez í léttu útvarpsviðtali á Onda Cero.

Neymar var leikmaður Barcelona til 2017 þegar hann fór yfir til PSG fyrir 222 milljónir evra. Dembele kostaði 125 milljónir, Coutinho 145 og Griezmann 120. Þá kostaði Malcom 40 milljónir, Martin Braithwaite 18 milljónir og Gerard Deulofeu 12.

Þess má þó geta að Börsungar eru búnir að selja Malcom og Deulofeu og þá hefur Coutinho verið hjá FC Bayern á lánssamningi undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner