Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. apríl 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nýir eigendur Newcastle tíu sinnum meira virði en Mansour
 Mohammed bin Salman fæddist inn í eina af auðugustu fjölskyldum heims.
Mohammed bin Salman fæddist inn í eina af auðugustu fjölskyldum heims.
Mynd: Getty Images
Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, komst að samkomulagi við Mike Ashley um kaup á Newcastle United fyrr í mánuðinum.

Enska úrvalsdeildin á eftir að gefa grænt ljós á eigendaskiptin og hafa samtök á borð við Amnesty biðlað til stjórnenda deildarinnar að hafna þessum skiptum vegna slæmra mannréttindabrota í Sádí-Arabíu undir leiðsögn Salman.

Salman leiðir fjárfestinguna fyrir hönd Opinbera fjárfestingarsjóðs Sádí-Arabíu. Sá sjóður er metinn á 320 milljarða dollara, sem er tíu sinnum meira heldur en Sheikh Mansour eigandi Manchester City er metinn á. Salman og félagar greiddu 370 milljónir dollara fyrir Newcastle.

Mansour er metinn á 30 milljarða dollara en Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er næstur á listanum yfir ríkustu eigendur úrvalsdeildarfélaga. Hann er metinn á rétt tæplega 12 milljarða.

Fjárfestingasjóður Sádí-Arabíu mun eignast 80% hlut í félaginu á meðan Amanda Staveley, tengiliður Salman við breska viðskiptaheiminn, fær 20% hlut ásamt Reuben bræðrunum sem voru með í fjárfestingunni.
Athugasemdir
banner
banner