Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. apríl 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez neitaði því til að byrja með að hafa bitið Ivanovic
Ivanovic og Suarez.
Ivanovic og Suarez.
Mynd: Getty Images
Luiz Suarez, sóknarmaður Barcelona, reyndi í fyrstu að neita því að hann hefði bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í leik með Liverpool árið 2013.

Þetta segir Jamie Carragher, sem lék með Suarez hjá Liverpool. Dómararnir í leiknum misstu af atvikinu, en nokkrum dögum síðar fékk Suarez tíu leikja bann fyrir athæfið.

Þetta var ekki í fyrsta né síðasta skipti sem Suarez, sem leikur í dag með Barcelona, beit andstæðing inn á fótboltavellinum.

„Þegar hann (Suarez) kom inn í búningsklefann þá neitaði hann því fyrst. Hann vonaðist líklega til þess að myndavélarnar hefðu ekki náð atvikinu," sagði Carragher við Sky Sports. „Ég held að það hafi haft mikil áhrif á tímabilið þar á eftir vegna þess að hann fékk langt bann."

„Hann missti af fyrstu fjórum eða fimm leikjunum þegar Liverpool varð næstum því meistari. Hann var besti leikmaður liðsins."

Athugasemdir
banner
banner