Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. apríl 2020 16:12
Elvar Geir Magnússon
Terry líkir Grealish við Hazard og Joe Cole
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa.
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa.
John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Jon Terry aðstoðarstjóri Aston Villa hrósar miðjumanni liðsins og fyrirliða, Jack Grealish, í hástert.

Terry segir að Grealish sé með allt til að ná í hæstu hæðir og líkir honum við Eden Hazard, fyrrum leikmann Chelsea.

Grealish hefur verið langbesti leikmaður Villa á tímabilinu en liðið er í mikilli fallbaráttu. Þessi 24 ára leikmaður hefur skorað níu mörk í 31 leik í öllum keppnum, auk þess að eiga átta stoðsendingar.

Terry segir að Grealish sé með meðfædda hæfileika á borð við þá sem Joe Cole hafði.

„Ég tel að hann sé svipaður og Joe Cole og Eden Hazard. Hann býr yfir náttúrulegum hæfileikum sem ekki margir hafa," segir Terry.

„Hann er sneggri en flestir gera sér grein fyrir. Ég held að hann sé sneggri en hann sjálfur gerir sér grein fyrir! Hann hefur svakalega hæfileika. Það er sífellt verið að brjóta á honum því menn vita ekki hvernig eigi að stöðva hann."

Manchester United hefur verið sterklega orðað við Grealish.

„Það hefur verið feykilega gaman að sjá hann vaxa sem leikmann. Hann hefur sýnt öllum heiminum á þessu tímabili að hann er meira en klár í að spila í allra fremstu röð," segir Terry.

„Það er hlið á Jack sem fólk sér ekki. Hann er á æfingasvæðinu fram á kvöld. Hann borðar rétt og er duglegur í líkamsræktarsalnum. Hann er alvöru fagmaður sem vill komast á toppinn. Ég vona að hann haldi áfram að bæta sig hjá okkur og geri okkur betra lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner