Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. apríl 2020 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðverjar tilbúnir til að byrja deildina 9. maí
Seifert vonast til að boltinn geti byrjað að rúlla aftur eftir tvær vikur.
Seifert vonast til að boltinn geti byrjað að rúlla aftur eftir tvær vikur.
Mynd: Getty Images
Það virðist allt benda til þess að þýska deildin verði fyrsta stóra deildin í Evrópu til að fara aftur af stað í miðjum heimsfaraldri.

Leikið verður fyrir luktum dyrum út tímabilið hið minnsta og verður áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin við mögulegu smiti verða. Það verður erfitt að halda leikmönnum og starfsmönnum frá veirunni, enda þarf tvö til þrjúhundruð starfsmenn til að einn fótboltaleikur
geti farið fram.

Þýska ríkisstjórnin stefnir á að slaka á reglum um samkomubannið í maí og þá fyrst gæti deildartímabilið hafist á ný, með tilheyrandi tekjustreymi vegna þeirra fjölmörgu auglýsingasamninga sem deildin gæti gert.

„Ef við byrjum 9. maí þá verðum við tilbúin. Ef við byrjum seinna þá verðum við líka tilbúin," sagði Christian Seifert, framkvæmdastjóri þýsku deildarinnar.

„Það eru pólitíkusar sem taka þessa ákvörðun, ekki við. Við viljum ekki spila leiki fyrir luktum dyrum en eins og staðan er í dag þá er það eini möguleikinn."
Athugasemdir
banner
banner