Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KV einu stigi frá toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru þrír leikir fram í 3. deildinni í kvöld og er KV komið í 2. sæti eftir stórsigur gegn Álftnesingum.

Heimamenn í Vesturbænum skoruðu fimm gegn Álftanesi og var staðan 2-1 í hálfleik. Oddur Ingi Bjarnason gerði tvö fyrir KV, sem er einu stigi frá toppliði Kórdrengja eftir sigurinn.

Vængir Júpíters lögðu þá botnlið KH á meðan Höttur/Huginn náði í fyrsta sigur sumarsins gegn Einherja.

Stöðutaflan er hér fyrir neðan. Það getur tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

KH 1 - 2 Vængir Júpíters
0-1 Georg Guðjónsson ('24)
0-2 Daníel Rögnvaldsson ('35)
1-2 Mías Ólafarson ('64)

Höttur/Huginn 3 - 0 Einherji
1-0 Arnar Eide Garðarsson ('38)
2-0 Ivan Bubalo ('84)
3-0 Ivan Bubalo ('90)

KV 5 - 1 Álftanes
1-0 Einar Már Þórisson ('15)
2-0 Garðar Ingi Leifsson ('25)
2-1 Kristófer Örn Kristjánsson ( '31)
3-1 Oddur Ingi Bjarnason ('49)
4-1 Oddur Ingi Bjarnason ('60)
5-1 Sverrir Bartolozzi ('78, sjálfsmark)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner