Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. maí 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Andlát föður hans tefur félagaskipti til Man Utd
Daniel James fagnar marki.
Daniel James fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Skyndilegt fráfall föður Daniel James, velska vængmannsins hjá Swansea, hefur gert það að einhver frestur verður á því að leikmaðurinn gangi í raðir Manchester United.

United gefur James og hans fjölskyldu þann tíma og frið sem þarf til að syrgja faðirinn sem var 60 ára gamall.

Hann hafði verið veikur en enginn í fjölskyldunni bjóst við því að hann myndi falla frá svona skyndilega.

James er 21 árs og var búist við því að United myndi ganga frá kaupum á honum í vikunni.

James vakti athygli fyrir frammistöðu sína með Swansea á liðnu tímabili en hann lék 38 leiki, skoraði fimm mörk og átti tíu stoðsendingar.

James getur spilað á báðum vængjum og einnig sem sóknarmiðjumaður en United hugsar hann á hægri vænginn.
Athugasemdir
banner
banner