Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar: Ekki frá því að taka síðasta árið heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Al Arabi í Katar í gærkvöldi og flýgur aftur heim til Íslands á sunnudaginn til að hefja undirbúning fyrir landsleikina sem eru framundan.

í dag kíkti landsliðsfyrirliðinn á Twitter og deildi þar stuðningsmannalagi Þórs 2019 sem er flutt af KÁ/AKÁ og hljóðblandað af Helga Sæmundi.

„Wow! Litla gæsahúðin stóri og @helgisæmundur. Er ekki frá því að ég verði að taka síðasta árið þar sem maður á heima," skrifaði Aron Þórsurum til mikillar gleði.

Skömmu síðar tjáði Aron Einar sig um læknisskoðunina hjá Al Arabi og sumarið.

„Gekk annars vel hér úti og flaug í gegn. Aldrei verið betri, til Íslands á sunnudag og þá byrjar undirbúningur fyrir stóru leikina í sumar. Þetta verður veisla."

Aron var þó ekki hættur að tjá sig á Twitter enda sagðist hann fyrr í mánuðinum ætla að gerast virkur á samfélagsmiðlinum. Hann óskaði þar Selfyssingnum Viðari Erni Kjartanssyni til hamingju með fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss í handbolta.













Athugasemdir
banner
banner
banner