Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Barzagli kvaddi stuðningsmenn
Barzagli kvaddi stuðningsmenn Juventus.
Barzagli kvaddi stuðningsmenn Juventus.
Mynd: Getty Images
Andrea Barzagli, varnarmaður Juventus, lék um liðna helgi sinn síðasta heimaleik fyrir félagið.

Barzagli lék í 1-1 jafntefli gegn Atalanta en þessi 38 ára leikmaður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hann fékk heiðursskiptingu í leiknum og gekk þá allan hringinn og kvaddi stuðningsmenn.

„Ég mun klárlega sakna brandarana í klefanum, undirbúningsins fyrir leiki og að fagna með liðsfélögunum. Þetta verður erfitt en nú hefst nýtt ferðalag. Ég veit ekki hvert næsta skref verður en ég sé það tengjast fótbolta," segir Barzagli.

Talið er að Juventus vilji fá Barzagli í þjálfarateymi sitt en einnig eru sögusagnir um að hann gæti starfað með Antonio Conte sem er líklega að taka við Inter.

Hér að neðan má sjá myndir frá ferli Barzagli en á ferilskrá hans eru átta Ítalíumeistaratitlar með Juventus og Þýskalandsmeistaratitill með Wolfsburg frá 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner