Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 15:06
Elvar Geir Magnússon
Forseti PSG ákærður fyrir spillingu
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Forseti Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, hefur verið ákærður fyrir spillingu.

Khelaifi, sem er Katari, er sakaður um að hafa gefið mútur til að Katar gæti haldið heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum, 2017 og 2019.

Khelaifi er formaður frjálsíþróttasambands Katar og þá er hann einnig yfir BeIn Sports, katörsku sjónvarpsstöðinni.

Sagt er að fjárfestingafélag í eigu Khelaifi hafi lagt inn peningagreiðslur til fyrirtækis sem sonur varaforseta alþjóða frjálsíþróttasambandsins á.

Þá er einnig verið að rannsaka Yousef Al-Obaidly, sem er í stjórn PSG.

PSG er Frakklandsmeistari en féll úr leik gegn Manchester United í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner