Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 15:15
Elvar Geir Magnússon
Fréttir um Guardiola og Juventus eru algjört kjaftæði
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Fréttaflutningur um að Pep Guardiola taki við Juventus í sumar er algjört „bull og kjaftæði". Þetta segir Alberto Galassi, stjórnarmaður hjá Manchester City.

„Það kom mér á óvart að lesa svona kjaftæði. Pep er okkar þjálfari og hann vill vera áfram. Þetta eru allt falsfréttir," segir Galassi.

„Það er enginn fótur fyrir þessum fréttum. Við botnum bara ekkert í því hvaðan þessi vitleysa kom. Því miður verð ég að segja við stuðningsmenn Juventus að þeir þurfa að finna annan þjálfara!"

Juventus er í þjálfaraleit en Massimiliano Allegri hættir eftir lokaumferðina um helgina.

Manchester City vann þrennuna á Englandi á liðnu tímabili; úrvalsdeildina, FA-bikarinn og deildabikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner