Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már skoraði er Excelsior féll
Mynd: Getty Images
Excelsior 1 - 1 Waalwijk (2-3 samanlagt)
0-1 Stijn Spierings ('38)
1-1 Elías Már Ómarsson ('49)

Elías Már Ómarsson spilaði í 85 mínútur og skoraði eina mark Excelsior er liðið féll úr efstu deild í Hollandi. Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson tók stöðu hans í sóknarlínunni.

Excelsior gerði 1-1 jafntefli við Waalwijk í seinni leik liðanna í umspili um síðasta lausa sætið í efstu deild. Waalwijk vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli.

Elías og félagar lentu undir í leiknum en voru mun betri og áttu 22 skot gegn 6. Örfá þeirra enduðu þó á markrammanum og keppir Waalwijk við Go Ahead Eagles í úrslitaleik.

Elías hefur verið öflugur upp á síðkastið og var valinn leikmaður mánaðarins í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner