Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Fjögur mörk á sex mínútum í Hafnarfirði
Van der Heyden innsiglaði sigur Þróttara.
Van der Heyden innsiglaði sigur Þróttara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikjum kvöldsins í Inkasso-deildinni er lokið. Tíu mörk voru skoruð í tveimur leikjum á meðan Njarðvík og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í slagnum um Reykjanesbæ.

Mesta fjörið var í Hafnarfirði þar sem Haukar tóku á móti Þrótti R. Fimm mörk voru skoruð á fyrsta hálftíma leiksins, þar af voru fjögur mörk skoruð á sex mínútna kafla.

Sean De Silva gerði tvennu fyrir Hauka en Jasper van der Heyden fullkomnaði endurkomu Þróttara með tveimur síðustu mörkum leiksins. Þetta var fyrsti sigur Þróttar og er liðið með fjögur stig, tveimur stigum meira en Haukar sem hafa farið illa af stað.

Fjölnir hafði þá betur gegn Aftureldingu og er í öðru sæti, með níu stig eftir fjórar umferðir. Keflavík er á toppinum með tíu stig og er hægt að sjá stöðutöfluna hér fyrir neðan.

Það getur tekið tíma fyrir töfluna að uppfæra sig.

Haukar 2 - 4 Þróttur R.
1-0 Sean De Silva ('2)
1-1 Ágúst Leó Björnsson ('19)
2-1 Sean De Silva ('20)
2-2 Lárus Björnsson ('21)
2-3 Jasper Van Der Heyden ('25)
2-4 Jasper Van Der Heyden ('61)

Afturelding 1 - 3 Fjölnir
0-1 Bergsveinn Ólafsson ('7)
1-1 Róbert Orri Þorkelsson ('12)
1-2 Albert Brynjar Ingason ('64)
1-3 Kristófer Óskar Óskarsson ('81)

Njarðvík 0 - 0 Keflavík
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner