Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 13:55
Arnar Daði Arnarsson
Rene Joensen er ekki á förum frá Grindavík
René í leik með Grindavík.
René í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmaðurinn, Rene Joensen leikmaður Grindavíkur er ekki á förum frá Grindavík eins og færeyskir fjölmiðlar greindu frá í morgun.

Þar var hann sagður vera á leiðinni til HB, liðsins sem Heimir Guðjónsson þjálfar. Við greindum frá því fyrr í dag.

Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Fótbolta.net að ekkert væri til í þessum sögusögnum. René hafi komið af fjöllum þegar Tufa spurði hann út í málið fyrr í dag.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Rene sé á förum frá Grindavík. Það er ekkert til í þessu. Rene er leikmaður Grindavíkur og verður það áfram," sagði Tufa í samtali við Fótbolta.net.

Hann benti á að ef HB hefði áhuga á að fá René í sumar þá þyrfti félagið að ræða það við Grindavík þar sem leikmaðurinn væri samningsbundinn félaginu. Rene er samningsbundinn Grindavík til 1. nóvember á þessu ári.

Rene Joensen er 26 ára kantmaður og er á sínu þriðja tímabili með Grindavík. Hann hefur leikið alla fimm leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner