Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Shaw ætlar ekki að mæta of þungur í undirbúningstímabilið
Mynd: MEN
Luke Shaw var valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eftir mikið vonbrigðatímabil hjá félaginu. Hann átti góðar rispur á tímabilinu en var ekki valinn í lokahóp Englands fyrir úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

Shaw hefur verið gagnrýndur fyrir slakt líkamsástand og hefur Ole Gunnar Solskjær lagt mikla áherslu á að sínir menn mæti í góðu formi í undirbúningstímabilið í sumar. Þeir sem verða ekki í standi fá ekki að fara með í æfingaferð til Ástralíu, Singapúr og Kína.

Shaw hefur tekið þessum skilaboðum Solskjær alvarlega og ætlar að taka sig á. Hann er einn af nokkrum leikmönnum Man Utd sem hafa mætt daglega á Carrington æfingasvæðið í vikunni og ætlar að taka einkaþjálfara með sér í sumarfríið.

Shaw er 23 ára vinstri bakvörður sem hefur spilað 106 leiki frá komu sinni til Man Utd sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner