Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Sigurður Egill spáir í 4. umferðina í Inkasso
Sigurður Egill í leik með Val í sumar.
Sigurður Egill í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn og félagar í Fjölni fara í Mosfellsbæinn í kvöld.
Bergsveinn og félagar í Fjölni fara í Mosfellsbæinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
4. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld með tveimur leikjum og lýkur síðan á laugardaginn þegar Magni og Fram mætast á Grenivíkurvelli.

Björgvin Stefánsson leikmaður KR spáði þremur leikjum rétt í síðustu umferð og nú er komið að Sigurði Agli Lárussyni leikmanni Vals að spá í leiki 4. umferðarinnar.

Njarðvík 1 – 1 Keflavík (19:15 í kvöld)
Mikill baráttuleikur sem endar með jafntefli og dómarinn á eftir að vera í aðalhlutverki í þessum leik með spjöldin á lofti.

Haukar 2 – 1 Þróttur (19:15 í kvöld)
Haukarnir eru sterkir á Schenkernum og vinna þennan leik. Þróttarar þurfa fá Gunna Gunn inní vörnina í hvelli ef ekki á að illa fara fyrir þá í sumar.

Afturelding 0 – 2 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Fjölnismenn vinna þennan leik sannfærandi 0-2. Rasmus og Beggi Ólafs munu halda markinu hreinu og Jón Gísli Ström mun sjá um markaskorun.

Grótta 4 – 2 Leiknir (19:15 föstudag)
Ég er mikill aðdáandi af spilamennsku Gróttu og held þeir muni vinna í miklum markaleik.

Víkingur Ó 1 – 2 Þór (19:15 föstudag)
Herrakvöld Þórsara er víst næstu helgi og þeir munu selja sig dýrt í þessum leik og innbyrða sterkan útisigur á lærisveinum Ejubs.

Magni 0 – 0 Fram (16:00 laugardag)
Leiðinlegasti leikur umferðinnar og Magnamenn fá sitt fyrsta stig í sumar.

Sjá fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner