Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2020 15:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum fyrirliði Barcelona eftirmaður Hamren
Jose Ramon Alexanko.
Jose Ramon Alexanko.
Mynd: Getty Images
Jose Ramon Alexanko, fyrrum fyrirliði Barcelona, hefur verið ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku.

Alexanko, sem er 64 ára, spilaði með Barcelona frá 1980 til 1993. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Katalóníustórveldisins frá 2000 til 2002.

Alexanko hefur verið að vinna fyrir Sundowns frá því í september á síðasta ári. Hann var yfir akademíunni og njósnamálum hjá félaginu, en hefur núna fengið stöðuhækkun.

Erik Hamren var yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns frá janúar 2018 þangað til í ágúst 2018. Hann yfirgaf félagið til að taka við íslenska landsliðinu, en hann er auðvitað í því starfi enn í dag.

Ef miða má við frétt frá Goal þá er Alexanko fyrstur til að gegna starfinu hjá Sundowns frá því að Hamren fór, að minnsta kosti er ekki minnst á annan einstakling.
Athugasemdir
banner
banner
banner