Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2020 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho gaf börnum Pochettino Real Madrid búninga
Pochettino ánægður með arftaka sinn
Mourinho og Pochettino.
Mourinho og Pochettino.
Mynd: Getty Images
„Við eigum gott samband. Við höfum þekkt hvorn annan í langan tíma og hann er frábær þjálfari," segir Mauricio Pochettino um arftaka sinn hjá Tottenham, Jose Mourinho.

Pochettino var rekinn frá Tottenham fyrr á þessu tímabili eftir að hafa stýrt liðinu með flottum árangri frá 2014. Hann kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnnar í fyrra, þar sem liðið tapaði gegn Liverpool, og var ávallt með Spurs í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta tímabil fór hins vegar ekki vel af stað og ákvað Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, að reka Pochettino í nóvember í fyrra.

Hinn sigursæli Jose Mourinho var ráðinn í hans stað og er honum ætlað að gera það sem Pochettino tókst ekki að gera: að vinna titla.

„Ég er ánægður að hann hafi tekið við af mér," segir Pochettino í samtali við Daily Mail.

Fyrir nokkrum árum, þegar Pochettino stýrði Espanyol á Spáni og Mourinho stýrði Real Madrid, að Pochettino myndi taka við af Mourinho. „Sjáið hvað gerist í lífinu. Ég hélt einn daginn að ég myndi kannski taka við af honum hjá Real Madrid, en svo tekur hann við af mér hjá Tottenham. Ótrúlegt."

„Ég man að ég var einu sinni spurður út í Real Madrid þegar ég var að þjálfa Espanyol. Ég svaraði með því að segja að börnin mín svæfu alltaf í Espanyol treyjum og að það væri því erfitt fyrir mig að hugsa um að skipta um félag. Þegar ég mætti svo í leik á Santiago Bernabeu þá beið Jose eftir mér með rauðvínsflösku og tvo Real Madrid búninga. Hann sagði: 'Þessir búningar eru fyrir börnin þín'."

Pochettino er ekkert sár, hann er ánægður með það hvernig leiðir hans og Tottenham skildu. Hann er búinn að vera í fríi síðustu sex mánuðina, en hann kveðst tilbúinn að snúa aftur.. Hann er sterklega orðaður við Newcastle og spurning er hvort að rætist eitthvað úr því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner