Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. júní 2018 16:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fleiri vítaspyrnur á HM í Rússlandi en fyrir fjórum árum
Gylfi misnotaði fyrsta víti Íslands á HM.
Gylfi misnotaði fyrsta víti Íslands á HM.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt tölfræðisíðu OptaJean eru nú þegar komnar fleiri vítaspyrnur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi heldur en á öllu Heimsmeistaramótinu árið 2014 í Brasilíu.

Eden Hazard skoraði fyrsta mark Belgíu af fimm í fyrsta leik dagsins gegn Túnis. Var það enn ein VAR ákvörðunin á mótinu. Tölfræðisíðan OptaJean benti á að það eru nú þegar komnar 13 vítaspyrnur í 27 leikjum á þessu móti sem eru jafnmargar vítaspyrnur og á HM fyrir fjórum árum.

Metið var bætt í leik Mexíkó og Suður-Kóreu en Mexíkó komst yfir eftir að varnarmaður Suður-Kóreu fékk boltann í hendina. Ekki þurfti að notast við VAR í þessu tilfelli þar sem dómurinn þótti nokkuð augljós.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner