Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júní 2018 21:30
Magnús Már Einarsson
Gummi: Króatar eins og bræður okkar og systur
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum upp við vegg og við erum að fara í þennan leik til að vinna. Það er ekkert annað í boði," segir markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson um leik Íslands og Króatíu sem fer fram í Rostov á þriðjudaginn.

Eftir tap gegn Nígeríu í gær verður Ísland að vinna Króatíu til að halda lífi í vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum.

„Maður fann það á stemningunni hjá strákunum í morgunmatnum að menn eru tilbúnir í næsta leik þó að þeir séu þreyttir og lúnir. Menn eru að fara að safna kröftum fyrir næsta verkefni sem verður skemmtilegt."

„Við höfum farið áður í bardaga við Króatíu og þá er ekkert gefið eftir. Það eru yfirleitt gul spjöld í bunkum og rauð spjöld líka. Ég held að þetta verði ekkert öðruvísi."


Ísland var með Króatíu í riðli í undankeppni HM auk þess sem liðin mættust í umspili fyrir HM 2014.

„Við þekkjum Króatana eins og bræður okkar og systur. Þeir eru með heimsklassa leikmenn og öll umræða um það að þeir séu að faraa ð hvíla einhverja á ekki að skipta neinu máli."

„Ef þú skoðar hópinn hjá Króötunum þá eru þeir með geðveika leikmenn. Þeir eru með heimsklassa leikmenn í nánast öllum stöðum og leikmenn sem eiga eftir að vekja athygli á næstu árum. Þeir eru með breiðan og stóran hóp og við líka. Þetta verður stál leikur."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Gumma í heild.
Gummi Hreiðars: Nudda Hannesi ekki upp úr þessum mörkum
Athugasemdir
banner
banner