lau 23. júní 2018 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Heimir um fyrsta mark Nígeríu: Heimsklassa afgreiðsla og frábært mark
Icelandair
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gær.
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari var spurður út í fyrsta mark Nígeríu í leiknum í gær sem kom eftir innkast Íslands á vallarhelmingi Nígeríu.

Heimir segir það alls ekki vera svo að Íslandi hafi tekið of mikinn séns í því atviki, þrátt fyrir að vita af styrkleikum Nígeríu sem eru skyndisóknir.

„Uppstillingin var eins og hún hefur alltaf verið hjá okkur. Við breyttum um þá sem biðu til baka, Birkir Már og Raggi biðu til baka og þeir eru báðir fljótir og góðir varnarmenn."

„Fyrsta markið sem breytir leiknum í gær var þannig að það kemur langur bolti og Birkir Már er í bardaganum, boltinn hrekkur til þeirra leikmanna. Það er 60 metra sprettur og þeir eru góðir í þeim."

„Victor Moses ætlar að senda á fjærstöng en hittir á nærsvæðið, samt sem áður erum við búnir að skila okkur. Síðan kemur bara heimsklassa afgreiðsla og frábært mark hjá Nígeríu mönnum," sagði Heimir.

Viðtalið í heild sinni við Heimi má sjá hér að neðan.
Heimir: 4-4-2 hefur hentað okkur mjög vel oft áður
Athugasemdir
banner
banner