Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 23. júní 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars trylltist af fögnuði í stúkunni
Icelandair
Hemmi var líflegur í stúkunni.
Hemmi var líflegur í stúkunni.
Mynd: Twitter
Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, var mættur á leik Íslands og Nígeriu í Volgograd í gær.

Hermann gjörsamlega trylltist úr gleði þegar Ísland fékk vítaspyrnu seint í leiknum.

Eyjamaðurinn lét tilfinningar sínar í ljós og sólgleraugu hans féllu til jarðar í látunum.

Þetta fór ekki framhjá enskum fótboltaáhugamönnum sem birtu nokkrar Twitter færslur um málið eins og sjá má neðst í fréttinni.

Hermann lék lengi á Englandi og varð meðal annars bikarmeistari með Portsmouth.

Í dag er hann aðstoðarþjálfari Kerala Blasters í Indlandi en þar er félagi hans David James þjálfari.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner