lau 23. júní 2018 15:30
Arnar Daði Arnarsson
ÍBV fáni vakti athygli í stúkunni í Volgograd
Icelandair
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Nígería mættust á Volgograd leikvanginum í Volgograd í gær í öðrum leik þjóðanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Í miðri stúkunni á vellinum sem tekur rúmlega 40.000 áhorfendur var búið að festa stóran fána ÍBV á handrið beint á móti íslenska varamannabekknum.

Enginn leikmaður í íslenska liðinu hefur leikið með ÍBV en þjálfari liðsins er þó Eyjamaður í húð og hár og fyrrum þjálfari ÍBV, Heimir Hallgrímsson.

Eyjamærin Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona hjá RÚV vakti athygli á þessu á Twitter síðu sinni í gær og tók mynd af fánanum. „Það fallegasta sem ég hef séð," skrifaði Edda undir myndina.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner