Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júní 2018 14:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Mohamed Salah gerður að heiðursborgara í Téténíu
Mynd: Getty Images
Leiðtogi Téténíu, Ramzan Kadyrov hefur gert Egypska sóknarmanninn Mohamed Salah að heiðursborgara sjálfstjórnarlýðveldisins.

Grozny, höfuðborg svæðisins var staðsetningin sem landslið Egyptalands valdi fyrir heimsmeistaramótið. Kadyrov hefur með stuðningi stjórnvalda í Kremlin notað tækifæri til þess að sjást við hlið Salah.

Mohamed Salah er heiðursborgari Téténíu. Já það er rétt! Í kvöld skrifaði ég undir skjal sem staðfestir þessi verðlaun fyrir þennan frábæra fótboltamann, meðlim Egypska landsliðsins og Liverpool," sagði Kadyrov í tilkynningu í gær.

Salah fékk verðlaunin í kvöldverði síðastliðinn föstudag sem var haldin til heiðurs liðinu. Salah hefur verið gagnrýndur fyrir að láta taka mynd af sér og Kadyrov fyrr á þessu móti en yfirvöld í Téténíu eru reglulega sökuð um alvarleg mannréttindabrot.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner