Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vísa því á bug að dómarinn hafi beðið um treyju Ronaldo
Mark Geiger að störfum í leiknum umrædda.
Mark Geiger að störfum í leiknum umrædda.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur vísað þeim ásökunum á bug að Mark Geiger, dómari í leik Marokkó og Portúgal, hafi beðið um treyju Cristiano Ronaldo.

Nordin Amrabat, leikmaður Marokkó, sagðist hafa heyrt dómarann biðja um treyju Ronaldo í leiknum sem Portúgal vann 1-0. Ronaldo skoraði eina mark leiksins.

„Ég veit ekki hverju hann er vanur, en hann var mjög hrifinn af Cristiano Ronaldo. Ég heyrði hann spyrja Pepe að því í fyrri hálfleiknum hvort hann mætti fá treyju Ronaldo," sagði Amrabat eftir leikinn á miðvikudag.

Ambrabat sagði þetta í hollensku sjónvarpi. „Hvað erum við að tala um? Við erum á HM, þetta er ekki sirkus."

FIFA neitar þessum ásökunum eins og áður kemur fram. „Því hefur verið haldið fram að herra Geiger hafi beðið um treyju portúgalska fyrirliðans í leikhléi. Herra Geiger hafnar þessu alfarið," sagði í yfirlýsingu FIFA.

„FIFA fordæmir þessar ásakanir sem settar eru fram meðlimi landsliðs Marokkó. FIFA dómarar fylgja skýrum hegðunarreglum varðandi samskipti við lið sem taka þátt á HM 2018. Herra Geiger fór eftir þessum reglum."

Marokkó er úr leik á HM. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum, gegn Íran og Portúgal. Lokaleikurinn er við Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner