Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Mark og félagar í Brage höfðu betur gegn Gísla og Óttari
Bjarni Mark Antonsson er á mála hjá Brage í Svíþjóð
Bjarni Mark Antonsson er á mála hjá Brage í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brage lagði Mjällby að velli, 2-1, er liðin mættust í sænsku fyrstu deildinni í dag en þrír Íslendingar komu við sögu.

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Mjällby á meðan Óttar Magnús Karlsson var á bekknum en Óttar kom inná sem varamaður á 61. mínútu.

Heimamenn í Mjällby komust yfir á 30. mínútu áður en gestirnir jöfnuðu en Christian Kouakou skoraði svo eitt af mörkum tímabilsins í sænsku fyrstu deildinni sem tryggði sigurinn. Hann átti þá þrumuskot af 30 metra færi og söng boltinn í netinu.

Bjarni Mark Antonsson leikur með Brage og spilaði hann allan leikinn en lið hans er í 3. sæti með 24 stig, einu stigi frá Mjällby sem er í öðru sæti.

Matthías Vilhjálmsson var þá í byrjunarliði Vålerenga sem gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg. Matthías fór af velli á 82. mínútu en lið hans er í 6. sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner