Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buffon orðaður við Leeds
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon er fáanlegur á frjálsri sölu í sumar og eru mörg lið talin vera á höttunum eftir honum.

Hann hefur verið orðaður við Parma og Fiorentina í heimalandinu auk félaga í Kína og Mið-Austurlöndunum.

Daily Mail heldur því fram að Leeds United hafi áhuga á að krækja í Buffon fyrir næsta tímabil í tilraun til að koma sér aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir langa fjarveru.

Buffon er 41 árs gamall og hefur unnið nánast allt sem mögulegt er að vinna á ferlinum. Hann á eftir að vinna Meistaradeild Evrópu og EM landsliða.

Buffon spilaði 25 leiki fyrir PSG á síðasta tímabili og myndi berjast við Kiko Casilla og Bailey Peacock-Farrell um byrjunarliðssæti hjá Leeds.

Það myndi hjálpa fyrir samningsviðræðum að eigandi Leeds, Andrea Radrizzani, er ítalskur rétt eins og Buffon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner