Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 11:01
Brynjar Ingi Erluson
De Rossi á leið út í þjálfun?
Daniele De Rossi
Daniele De Rossi
Mynd: Getty Images
Daniele De Rossi yfirgaf ítalska félagið Roma í síðasta mánuði eftir 18 ár hjá félaginu en hann finnur sér nú annað félag. Hann gæti hins vegar verið á leið út í þjálfun.

De Rossi er annar leikjahæsti leikmaður Roma frá upphafi á eftir Francesco Totti en Roma ákvað að framlengja ekki samning hans og leitar hann sér því að nýju félagi.

Óvíst er hvað hann gerir en nú er komin upp önnur staða. Hann gæti tekið við U21 árs landsliði Ítalíu.

Ítalska U21 árs landsliðið bíður nú fregna hvort liðið fari áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins en liðið gæti komist upp úr sínum riðli ef liðið endar með besta árangurinn í 2. sæti.

Gigi Di Biagio þjálfar nú liðið en gæti misst starf sitt ef liðið fer ekki áfram. Paolo Nicolato er talinn líklegur til að taka við liðinu en hann stýrir U20 ára landsliðinu.

Corriere dello Sport greindi þó frá því að De Rossi kæmi vel til greina í stöðuna. De Rossi er að ákveða sig hvert næsta skref hjá honum verður en hann er með tilboð frá Boca Juniors og liðum úr MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner