Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 23. júní 2019 19:41
Daníel Geir Moritz
Eiður Eiríks: Allir að tala um leikinn 3. júlí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við særðum þær eftir bikarleikinn þar sem 7-1 gaf ekki rétt mynd af leiknum og við vissum að við værum að koma í erfitt verkefni,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson annar þjálfara Vals eftir 1-3 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  3 Valur

„Þær skoruðu gott mark á fyrstu 10 mínútunum og komu hörku vel stemmdar inn í þennan leik og voru skipulagðar, völlur töff og langt síðan við spiluðum, þannig að það var gríðarlegur léttir þegar við skoruðum þriðja markið. Mér fannst við í fyrri hálfleik aðeins taktlausar.“

Stórstjörnur Vals liðsins skinu ekki jafn skært í dag og oft í sumar og steig þá Hlín Eiríksdóttir upp og var besta kona vallarins. „Mér finnst það góður punktur að þú komir inn á þetta, því mér finnst oft og tíðum að þegar einhver leikmaður í liðinu okkar á ekki sinn besta dag að þá er alltaf einhver annar sem stígur upp. Mér fannst það gerast í dag, Hlín átti flottan leik.“

Mikið er látið með baráttu Vals og Breiðabliks og vildi Eiður ekki gera mikið úr þeirri umræðu. „Það er erfitt fyrir okkur að gíra okkur út úr þessari umræðu. Það eru allir að tala um þennan 3. júlí leik, þannig tala fjölmiðlarnir, að þetta sé tveggja hesta bardagi. Við pössum okkur á að líta ekki á þetta þannig. Það er alltaf erfitt að koma hingað, við eigum bikarleik á Akureyri á laugardaginn áður en við spilum leikinn heima á móti Breiðablik. Við vitum að ef við förum að hugsa of langt þá verður þetta aldrei neinn úrslitaleikur.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner