Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 15:55
Elvar Geir Magnússon
Elli Eiríks mættur aftur með flautuna í Pepsi Max
Erlendur Eiríksson.
Erlendur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson er mættur aftur með flautuna í Pepsi Max-deildinni en hann dæmir leik Vals og Grindavíkur sem hefst núna klukkan 16.

Þetta er fyrsti leikur Erlends í deildinni í sumar en hann hefur verið að dæma í Inkasso-deildinni undanfarnar umferðir. Í gær dæmdi hann leik Gróttu og Magna.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson átti upphaflega að dæma leikinn á Hlíðarenda en hefur forfallast vegna meiðsla.

Erlendur hefur lengi verið meðal allra bestu dómara Íslands og var valinn dómari ársins 2011 og 2015. Það eru gleðitíðindi að hann sé mættur aftur á fulla ferð.

Alls eru fjórir leikir í Pepsi Max-deildinni í dag. Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Stjörnunnar og Fylkis, Einar Ingi Jóhannsson dæmir leik KA og Víkings og Egill Arnar Sigurþórsson mun dæma stórleik FH og KR. Þorvaldur Árnason átti að dæma í Krikanum en er veikur og Egill fyllir hans skarð.

Beinar textalýsingar:
16:00 Stjarnan - Fylkir
16:00 Valur - Grindavík
17:00 KA - Víkingur R.
19:15 FH - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner