Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Þýskaland vann riðilinn - Danir úr leik
Jacob Bruun Larsen skoraði en það var ekki nóg.
Jacob Bruun Larsen skoraði en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Þýskaland tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Evrópumótsins U21 liða með jafntefli gegn nágrönnum sínum í Austurríki í kvöld.

Gian-Luca Waldschmidt, sóknarmaður Freiburg, kom Þýskalandi yfir á 14. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Kevin Danso, liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg, úr vítaspyrnu.

Staðan 1-1 og ekki urðu mörkin fleiri. Þýskaland hafði unnið báða leiki sína fyrir leikinn í kvöld og endar því með sjö stig. Austurríki endar með fjögur stig í þriðja sæti riðilsins.

Danir fara ekki áfram þrátt fyrir 2-0 sigur gegn Serbíu. Jacob Bruun Larsen, leikmaður Dortmund, og Jacob Rasmussen, sem spilar fyrir Empoli, skoruðu mörkin.

Danmörk endar í öðru sæti með sex stig. Öll liðin sem vinna sína riðla fara áfram í undanúrslit ásamt einu liði úr öðru sæti. Það verða ekki Danir því þeir eru með verri markatölu en Ítalía, sem endaði í öðru sæti í A-riðli. Ítalir voru líka með sex stig.

Á morgun klárast C-riðillinn og þar eru Frakkland og Rúmenía bæði með sex stig. Frakkland og Rúmenía mætast annað kvöld.

Austurríki 1 - 1 Þýskaland
0-1 Gian-Luca Waldschmidt ('14)
1-1 Kevin Danso ('24, víti)

Danmörk 2 - 0 Serbía
1-0 Jacob Bruun Larsen ('21)
2-0 Jacob Rasmussen ('51)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner