Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 11:27
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Fiorentina: Chiesa ekki að fara neitt
Federico Chiesa
Federico Chiesa
Mynd: Getty Images
Rocco Commisso, eigandi Fiorentina á Ítalíu, segir að Federico Chiesa verði áfram hjá félaginu í alla vega eitt ár til viðbótar.

Commisso keypti Fiorentina á dögunum en þessi bandaríski auðkýfingur ræddi við Sky Italia til að svara spurningum um framtíð Federico Chiesa.

Chiesa hefur verið sterklega orðaður við ítalska meistaraliðið Juventus og vildu fjölmiðlar á Ítalíu ganga svo langt að segja að það ætti aðeins eftir að ganga frá smáatriðum.

Commisso segir hins vegar ekkert hæft í þessum fréttum og að Chiesa verði áfram.

„Ég hef ekki talað við talsmenn Chiesa en ég horfði á U21 landsleikinn hjá Ítalíu í gær og hann skoraði frábært mark. Ég veit ekki betur en að Chiesa verði hér alla vega eitt ár til viðbótar," sagði Commisso.

„Hann er alinn upp í Flórens. Foreldrar hans búa hérna og þau elska öll Fiorentina," sagði hann ennfremur.

Gabriel Omar Batistuta, einn besti framherji Argentínu og Fiorentina, hefur verið í viðræðum við félagið en hann gæti fengið mikilvægt hlutverk í teyminu.

„Við verðum að sjá hvað gerist ef við ræðum aftur saman. Við viljum fá hann til félagsins og ég ræddi við hann í Flórens. Hann er hetja í augum allra hjá Fiorentina og ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt þá kemur hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner