Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel Jesus fær níuna hjá Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City er búið að staðfesta að Gabriel Jesus fær treyju númer níu hjá félaginu. Enginn hefur fengið níuna síðan Nolito bar hana á bakinu fyrir tveimur árum.

Jesus vildi fá níuna þegar hann kom til Man City upprunalega en Pep Guardiola var harður á því að hann þyrfti að vinna sér inn treyjuna. Nú eru liðin tvö og hálft ár og Jesus kominn með níuna sem hann þráði.

„Það er mér heiður að klæðast treyju númer 9 hjá City og mun ég gera það af miklu stolti. Ég vonast til að skora mörg mörk klæddur þessari treyju. Þetta hefur alltaf verið númerið mitt og er ég númer 9 hjá brasilíska landsliðinu. Ég mun gefa allt fyrir City í þessari treyju," sagði Jesus.

Það er aðeins mánuður síðan að Rivaldo, samlandi Jesus, sagði tímabært fyrir sóknarmanninn að leita sér að nýju félagi. Hann fengi ekki nægan spiltíma hjá City og gæti verið aðalmaðurinn hjá öðru félagi.

Jesus hefur klæðst treyju númer 33 hingað til.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner