Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gullbikarinn: Bandaríkin og Panama áfram
Guardado tileinkaði fyrra mark sitt.
Guardado tileinkaði fyrra mark sitt.
Mynd: Getty Images
Bacuna fagnar sigurmarki Curacao.
Bacuna fagnar sigurmarki Curacao.
Mynd: Getty Images
Gyasi Zardes setti tvö.
Gyasi Zardes setti tvö.
Mynd: Getty Images
Hinn bráðefnilegi Pulisic var með puttana í öllu í nótt.
Hinn bráðefnilegi Pulisic var með puttana í öllu í nótt.
Mynd: Getty Images
2. umferð Gullbikarsins lauk í nótt og eru fjórar þjóðir búnar að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin.

Mexíkó er ekki talið með en liðið þarf að tapa með fimm marka mun gegn Martíník í lokaumferðinni til að komast ekki áfram.

Mexíkó er eina lið A-riðilsins sem er með fullt hús stiga. Liðið vann Kanada 3-1 og er með +9 í markatölu eftir stórsigur gegn Kúbu í fyrstu umferð.

Kanada er í öðru sæti og Martíník í því þriðja. Kanada nægir sigur í lokaumferðinni gegn Kúbu til að komast áfram.

A-riðill:
Mexíkó 3 - 1 Kanada
1-0 Roberto Alvarado ('40)
2-0 Andres Guardado ('54)
2-1 Lucas Cavallini ('75)
3-1 Andres Guardado ('77)

Kúba 0 - 3 Martíník
0-1 J. Marveaux ('45)
0-2 S. Abaul ('70)
0-3 K. Fortune ('84)

Kosta Ríka og Haítí tryggðu sig þá upp úr B-riðlinum með sigrum gegn Bermúda og Níkaragva.

Kosta Ríka vann naumlega gegn Bermúda á meðan heppnin var með Haítí í 0-2 sigri á Níkaragva. Sigurliðin eru bæði komin upp með fullt hús stiga og eigast við í úrslitaleik í lokaumferðinni.

B-riðill:
Kosta Ríka 2 - 1 Bermúda
1-0 M. George ('30)
2-0 E. Aguilar ('54)
2-1 N. Wells ('59, víti)

Níkaragva 0 - 2 Haítí
0-1 S. Sabat ('22)
0-2 M. Rosas ('33, sjálfsmark)

C-riðill er opnasti riðillinn þar sem þrjár þjóðir eru að berjast um tvö efstu sætin. Jamaíka og El Salvador tróna saman á toppinum með fjögur stig eftir markalaust jafntefli innbyrðis.

Curacao fylgir þar á eftir en liðið vann sögulegan sigur á Hondúras. Leandro Bacuna, leikmaður Cardiff, gerði eina mark leiksins á 40. mínútu.

Hondúras er úr leik, stigalaust á botninum, en liðið átti 35 marktilraunir gegn 7 hjá Curacao í leiknum.

C-riðill:
El Salvador 0 - 0 Jamaíka

Hondúras 0 - 1 Curacao

0-1 Leandro Bacuna ('40)

Að lokum var komið að D-riðlinum. Þar eru Bandaríkin og Panama búin að tryggja sig áfram.

Bandaríkin unnu Trínidad og Tóbagó 6-0 í nótt og var Christian Pulisic í stuði, hann lagði upp tvö og skoraði eitt.

Panama lenti ekki í vandræðum gegn Gvæjana og uppskar verðskuldaðan sigur. Liðið mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik um toppsætið.

D-riðill:
Bandaríkin 6 - 0 Trínidad og Tóbagó
1-0 Aaron Long ('41)
2-0 Gyasi Zardes ('66)
3-0 Gyasi Zardes ('69)
4-0 Christian Pulisic ('73)
5-0 Paul Arriola ('78)
6-0 Aaron Long ('90)

Gvæjana 2 - 4 Panama
0-1 A. Arroyo ('16)
1-1 N. Danns ('33, víti)
1-2 T. Vancooten ('40, sjálfsmark)
1-3 E. Davis ('51, víti)
1-4 G. Torres ('86)
2-4 N. Danns ('93, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner