Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: England áfram eftir mjög svo furðulegan leik
Mynd tekin eftir mark Kamerún sem var dæmt af.
Mynd tekin eftir mark Kamerún sem var dæmt af.
Mynd: Getty Images
England er komið áfram í 8-liða úrslit.
England er komið áfram í 8-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
England 3 - 0 Kamerún
1-0 Stephanie Houghton ('14 )
2-0 Ellen White ('45 )
3-0 Alex Greenwood ('58 )

England er komið áfram í 8-liða úrslitin á Heimsmeistaramóti kvenna eftir mjög svo furðulegan leik gegn Kamerún.

Steph Houghton, fyrirliði Englands, skoraði fyrsta mark leiksins og kom Englandi yfir á 14. mínútu. Stuttu fyrir leikhlé komst England í 2-0 þegar Ellen White skoraði.

Þá hófst dramatíkin. Flaggið fór á loft og var markið dæmt af vegna rangstöðu, en þegar það var skoðað í VAR þá var það dæmt gott og gilt. White var réttstæð. Leikmenn Kamerún voru ekki sáttir með þessa VAR-ákvörðun og við tóku fundarhöld á miðjum vellinum.

Þær virtust hreinlega neita að spila áfram þótt ákvörðunin hefði verið rétt. Að lokum héldu leikmennirnir áfram.

Í textalýsingu BBC frá leiknum sagði að leikmenn Kamerún hefðu grátið í göngunum í hálfleik og verið með ásakanir um kynþáttafordóma.

Snemma í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Kamerún vegna rangstöðu. Eftir að VAR hafði skoðað atvikið þá var það dæmt af. Það var tæpt, en um rangstöðu var að ræða. Þetta var ekki til að kæta leikmenn og þjálfara Kamerún. Ajara Nchout, sem skoraði markið, grét og reyndu liðsfélagar hennar að hugga hana. Þetta var allt saman mjög furðulegt.


England gekk frá leiknum á 58. mínútu þegar Alex Greenwood, leikmaður Manchester United, skoraði þriðja markið.

England fer áfram í 8-liða úrslit á meðan Kamerún situr eftir. England mætir Maríu Þórisdóttur og stöllum hennar í Noregi í 8-liða úrslitum.

Hægt er að sjá atvikin úr leiknum á vef RÚV hérna.


Athugasemdir
banner
banner