Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Gestgjafarnir áfram eftir framlengingu
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Thaisa í leik með Grindavík sumarið 2017.
Thaisa í leik með Grindavík sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Frakkland 2 - 1 Brasilía
1-0 Valerie Gauvin ('52 )
1-1 Thaisa ('64 )
2-1 Amandine Henry ('107 )

Gestgjafar Frakklands eru komnar áfram í 8-liða úrslit Heimsmeistaramóts kvenna eftir framlengdan leik gegn Brasilíu í Le Havre í kvöld.

Frakkar komust yfir á 23. mínútu þegar Valérie Gauvin skoraði. Er hún kom boltanum í netið lenti hún í samstuði við markvörð Brasilíu. Dómari leiksins skoðaði markið með VAR og komst að þeirri niðurstöðu að Gauvin hefði brotið af sér og dæmdi því markið ógilt. Umdeildur dómur. Staðan því enn markalaus og þannig var hún í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum kom Gauvin boltanum aftur í netið, en í þetta skiptið var það ekki dæmt af. Staðan 1-0 fyrir Frakkland.

Brasilía jafnaði metin á 64. mínútu þegar Thaisa, sem lék með Grindavík sumarið 2017, jafnaði. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en síðan dæmt gott og gild með hjálp VAR.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og því þurfti að framlengja. Þetta var hörkuleikur og mikil skemmtun.


Í framlengingunni var stutt á milli. Brasilía fékk gott færi til að skora en Frakkar gátu þakkað Griedge Mbock Bathy fyrir björgunina. Stuttu síðar skoraði Amandine Henry sigurmark Frakklands eftir aukaspyrnu. Frakkar sterkir í föstum leikatriðum.

Brasilía náði ekki að svara og Frakkland sigurvegari í þessum leik. Brasilía er úr leik og gestgjafarnir mæta annað hvort Bandaríkjunum eða Þýskalandi í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner