Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 14:10
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd getur haldið Rashford til 2021
Samningur Marcus Rashford framlengist um eitt ár
Samningur Marcus Rashford framlengist um eitt ár
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að virkja klásúlu í samning Marcus Rashford en samningurinn hans rennur út næsta sumar. Þetta kemur fram í ensku miðlunum í dag.

Rashford hefur verið lykilmaður í liði United frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið gegn Midtjylland í Evrópudeildinni fyrir þremur árum síðan.

Hann hefur spilað 170 leiki og skorað 45 mörk en samningurinn hjá honum rennur út næsta sumar og hafa lið á borð við Barcelona og Real Madrid sýnt honum áhuga.

Talið er að hann sjálfur vilji ekki framlengja samning sinn og sé að skoða málin en United er með ákvæði í samningnum sem framlengir samning hans um eitt ár til viðbótar.

United á því möguleika að halda honum lengur og koma í veg fyrir að hann ræði við önnur félög í lok árs.

Rashford hefur verið í viðræðum við United um nýjan samning en þó hefur ekki fengist nein ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner