Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Augustine Ejangue hrækti á Toni Duggan
Ejangue og Duggan í baráttunni.
Ejangue og Duggan í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Leikur Englands og Kamerún á HM kvenna í Frakklandi í dag einkenndist af allt öðru en fótbolta.

England vann leikinn 3-0, en að honum loknum fór Phil Neville, þjálfari Englands í viðtal við BBC og sagði:

„Þetta var ekki leikur í 16-liða úrslitum HM ef við miðum við hegðun leikmanna. Ég naut leiksins ekki og leikmennirnir nutu hans ekki heldur."

Stuttu fyrir leikhlé komst England í 2-0 þegar Ellen White skoraði. Þá hófst dramatíkin. Nánar má lesa um hana hérna Til að gera langa sögu stutta þá voru leikmenn Kamerún ósáttir við VAR-dómgæsluna þrátt fyrir að dómarnir hafi verið réttir með hjálp VAR.

Áður en öll dramatíkin hófst þá virtist Augustine Ejangue, leikmaður Kamerún, skyrpa á Toni Duggan, sóknarmann Englands. Hvort þetta var óvart eða ekki er ekki vitað.

Atvikið var ekki skoðað með VAR.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner