Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Fyrsta tap Íslendingaliðs Álasunds
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Daníel Leó var í byrjunarliði Álasunds.
Daníel Leó var í byrjunarliði Álasunds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar að spila í Noregi á þessum fína sunnudegi.

Matthías Vilhjálmsson lék 82 mínútur þegar Valerenega gerði jafntefli á heimavelli gegn Sarpsborg. Valerenga lenti undir en jafnaði fyrir hálfleik og var staðan að honum loknum 1-1. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum.

Matthías og félagar eru í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 spilaða leiki.

Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Lilleström í 1-0 tapi gegn útivelli gegn Brann. Gilbert Koomsan skoraði sigurmark Brann á 73. mínútu. Lilleström er í 12. sæti.

Samúel Kári Friðjónsson lék þá 65 mínútur í tapi Viking gegn Bodø/Glimt í sjö marka leik. Oliver Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Bodø/Glimt sem er í þriðja sæti. Samúel Kári og félagar eru í sjöunda sæti.

Dagur Dan Þórhallsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Mjøndalen í 1-1 jafntefli gegn Ranheim. Mjøndalen er í 14. sæti af 16 liðum.

Í norsku B-deildinni voru Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson í byrjunarliði Álasunds sem tapaði gegn Raufoss, 2-1. Þeir þrír spiluðu allan leikinn og kom Davíð Kristján Ólafsson inn á sem varamaður á 78. mínútu. Þrátt fyrir tapið er Álasund áfram á toppi deildarinnar.

Tapið gegn Raufoss í dag var fyrsta tap Álasunds í deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner