Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Sigurganga KR hélt áfram gegn FH
KR er að spila frábærlega.
KR er að spila frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias gerði annað mark KR.
Tobias gerði annað mark KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 2 KR
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('23 )
0-2 Tobias Bendix Thomsen ('78 )
1-2 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('80 , sjálfsmark)
Lestu nánar um leikinn

KR-ingar endurheimtu toppsætið í Pepsi Max-deild karla með sigri á FH í stórleik í Kaplakrika í kvöld. Þetta KR-lið líta út eins og meistaraefni um þessar mundir.

Alex Freyr Hilmarsson kom KR yfir á 23. mínútu. Hann var réttur maður á réttum stað eftir skot/sendingu frá Tobias Thomsen. Staðan 1-0 fyrir gestina úr Vesturbæ.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Frammistaða FH í fyrri hálfleiknum var ekki að hrífa stuðningsmenn liðsins eins og lesa má í textalýsingu Fótbolta.net.

Á 78. mínútu leiksins komst KR í 2-0 þegar Tobias Thomsen kom boltanum í netið eftir frábæran undirbúnings Óskars Arnars Haukssonar, sem hefur verið frábær í sumar.


FH minnkaði muninn strax þegar skot Steven Lennon fór af Arnóri Sveini Aðalsteinssyni og inn. FH-ingar fengu tækifæri til að jafna en Beitir Ólafsson stóð vaktina vel í marki KR.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir KR og náði toppliðið að hefna fyrir 4-0 tap á Kaplakrikavelli í fyrra. KR hefur unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum og er liðið á toppnum með 23 stig. FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum gegn Fylki, Stjörnunni, Breiðablik og núna KR. FH er í sjöunda sæti með 12 stig, eins og KA og Fylkir.

KR er með 23 stig og Breiðablik með 22 stig. Næst kemur ÍA með 16 stig. ÍA á þó leik til góða á KR og Blika.



Athugasemdir
banner
banner