Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Víkingur vann á Akureyri í frábærum leik
Flottur sigur hjá Víkingum!
Flottur sigur hjá Víkingum!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri skoraði og nældi í vítaspyrnu.
Guðmundur Andri skoraði og nældi í vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar gerði tvennu en það var ekki nóg.
Elfar gerði tvennu en það var ekki nóg.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 3 - 4 Víkingur R.
0-1 Guðmundur Andri Tryggvason ('7 )
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('9 )
1-2 Erlingur Agnarsson ('37 )
2-2 Alexander Groven ('52 )
2-3 Sölvi Geir Ottesen Jónsson ('63 )
2-4 Ágúst Eðvald Hlynsson ('68 , víti)
3-4 Elfar Árni Aðalsteinsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Það var frábær leikur á Akureyri í kvöld þegar Víkingar heimsóttu KA í Pepsi Max-deild karla.

Guðmundur Andri Tryggvason skoraði fyrsta mark leiksins eftir sjö mínútur eftir að hafa farið illa með varnarmann KA. Heimamenn jöfnuðu strax og var það Elfar Árni Aðalsteinsson sem gerði það.


Á 37. mínútu komust Víkingar aftur yfir þegar Erlingur Agnarsson skoraði. „Erlingur fær boltann frá Davíð inn á miðjum vallarhelming KA. Enginn KA maður virtist hafa áhuga á að fara út í Erling þannig hann keyrði upp á vítateignum og þrumaði boltanum í fjærhornið. Virkilega vel gert!" skrifaði Ester Ósk Árnadóttir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Staðan var 2-1 fyrir Víkinga í hálfleik.

Norðmaðurinn Alexander Groven jafnaði fyrir KA snemma í seinni hálfleik eftir sendingu frá Callum Williams. Bæði lið ætluðu sér þrjú stig í leiknum, en Víkingar komust yfir í þriðja sinn á 63. mínútu þegar Sölvi Geir Ottesen skoraði. Hans þriðja mark í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Víkingur fékk vítaspyrnu fimm mínútum síðar eftir að Einar Ingi Jóhannsson mat það svo að Bjarni Aðalsteinsson hefði brotið á Guðmundi Andra innan teigs. Ágúst Eðvald Hlynsson fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Elfar Árni minnkaði muninn fyrir KA í 4-3 þegar lítið var eftir, en fleiri urðu mörkin ekki og sigur Víkinga því staðreynd í þessum mjög svo skemmtilega sjö marka leik.

Þetta er gríðarlega sterkur útisigur fyrir Víking sem fer í 10 stig í níunda sæti. Fimmta tap KA í Pepsi Max-deildinni og er liðið í fimmta sæti með 12 stig.

Stórleikur FH og KR hefst 19:15. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Sjá einnig:
Pepsi Max-deildin: Stjarnan og Valur með mikilvæga sigra



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner