Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Endurkomusigur hjá toppliði Vals
Margrét Lára gulltryggði sigurinn.
Margrét Lára gulltryggði sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 3 Valur
1-0 Emma Rose Kelly ('4 )
1-1 Hlín Eiríksdóttir ('39 )
1-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('45 , sjálfsmark)
1-3 Margrét Lára Viðarsdóttir ('85 )
Lestu nánar um leikinn

Valur er enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna eftir endurkomusigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á þessum geggjaða sunnudegi.

ÍBV komst yfir í leiknum á fjórðu mínútu þegar Emma Rose Kelly skoraði gott mark. ÍBV var yfir alveg fram á 39. mínútu þegar hin efnilega Hlín Eiríksdóttir jafnaði fyrir gestina úr höfuðborginni.

Valur komst yfir fyrir leikhlé. „Afar klaufalegt hér. Boltinn berst í teiginn og engin tekur hann og fær Sísí hann í sig, einbeitingralítil, og skoppar hann inn. 1-2 fyrir Val!" skrifaði Daníel Geir Moritz í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Valur skoraði.

ÍBV gafst ekki upp. Sandra Sigurðardóttir í marki Vals varði nokkrum sinnum vel í seinni hálfleiknum áður en Margrét Lára Viðarsdóttir gulltryggði sigur Vals þegar lítið var eftir.

Lokatölur 3-1 fyrir Val sem er með fullt hús stiga (21 stig) á toppnum. ÍBV er í fjórða sæti með níu stig.

Sjá einnig:
Pepsi Max-kvenna: Karen bjargaði stigi fyrir Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner