Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 16:03
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Karen bjargaði stigi fyrir Þór/KA
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði jöfnunarmark Þór/KA
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði jöfnunarmark Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 2 - 2 KR
0-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('3 )
1-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('9 , víti)
1-2 Katrín Ómarsdóttir ('49 )
2-2 Karen María Sigurgeirsdóttir ('88 )

Þór/KA tapaði óvænt stigum í fyrsta leik í 7. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í dag en liðið gerði 2-2 jafntefli við KR.

Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR á bragðið strax á 3. mínútu leiksins. Katrín Ómarsdóttir lagði þá boltann á Ásdísi sem skaut yfir Bryndísi í markinu og í fjærhornið.

Aðeins nokkrum mínútum síðar jafnaði Sandra Stephany Mayor Gutierrez metin með marki úr vítaspyrnu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Katrín Ómarsdóttir kom KR-ingum aftur yfir í byrjun þess síðari en Guðmunda Brynja Óladóttir átti þá skot sem var varið og var Katrín fyrst til að átta sig og kom knettinum í netið.

Karen María Sigurgeirsdóttir bjargaði Þór/KA með því að jafna undir lok leiks eða þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og lokatölur 2-2.

Óvænt úrslit en stöllurnar í KR væntanlega gríðarlega ósáttar með að ná ekki að halda út á meðan Þór/KA rétt náði að bjarga andliti.

Þór/KA er í 3. sæti með 13 stig og fimm stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks á meðan KR er í 9. sæti deildarinnar með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner