Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 10:54
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Stjarnan þarf að hafa gaman að fótbolta aftur"
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks á dögunum. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Garðabæjarliðsins.
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks á dögunum. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Garðabæjarliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
KR-ingar fagna.
KR-ingar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leifur Garðarsson, lýsandi á Stöð 2 Sport, ræddi um Pepsi Max-deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Níunda umferð er í fullum gangi en fjórir leikir verða í dag.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna

Stjarnan, sem mætir Fylki í dag, er sem stendur í sjöunda sæti en spilamennska liðsins hefur verið langt undir væntingum.

„Stjarnan þarf að byrja að hafa gaman að fótbolta aftur. Í þessum leik á móti Blikum virtist allt svo erfitt og leiðinlegt. Þetta minnir mig svolítið á FH liðið í fyrra, maður fann það þegar maður mætti á völlinn að leikmenn höfðu bara ekki gaman að þessu. Þeir voru bara mættir af skyldurækni því þeir þurftu að mæta í vinnuna," segir Leifur.

„Það þarf að létta andrúmsloftið í Garðabænum. Rúnar hefur sýnt að hann er flottur þjálfari og þeir þurfa ekkert endilega að skipta um mann í brúnni. Það er oft þannig að þegar liðið hefur ekki gaman að þessu að maður hefur á tilfinninginni að eldri leikmennirnir verði tíu kílóum þyngri."

„Stjarnan hefur allt til alls en þarf að núllstilla sig og hafa gaman að lífinu. Það eru margar breytingar milli leikja og Rúnar hefur kannski ekki fundið liðið sem hann ætlar að nota. Það er búið að breyta miklu í vörninni," segir Leifur.

KR verður meistari
Það verður stórleikur í kvöld þegar FH og KR eigast við í Kaplakrika. Leifur telur að Íslandsmeistaratitillinn muni enda á Meistaravöllum í Vesturbænum.

„KR verður meistari. KR er frábærlega skipað lið og sýndi gegn Val úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru undir í hálfleik og fá svo annað mark í andlitið í seinni hálfleik en koma samt og gera þrjú," segir Leifur.

„Það þarf sigurkarakter til að gera svoleiðis. Þeir voru ekki að spila gegn neinum aukvisum heldur meisturunum. Mér finnst KR besta liðið í dag. Þetta er lið, ekki einhverjir einstaklingar. Það er mikil reynsla og þeir vinna vel saman."

Einhverjir hafa sagt að KR sé með of gamalt lið til að vinna mótið.

„Ef þú ert nógu gamall til að vinna fótboltaleiki þá skiptir ekki máli hversu gamall þú ert. Þeir eru klárlega að fara að vinna þetta mót að mínu mati," segir Leifur Garðarsson.

sunnudagur 23. júní
16:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)
16:00 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
17:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
19:15 FH-KR (Kaplakrikavöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner