Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svöruðu spurningum um meint verkfall - „Bara vitleysingar"
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að hávær orðrómur væri um það að leikmenn FH í Pepsi Max-deild karla hefðu farið í verkfall á þriðjudeginum og ekki æft á tilsettum æfingatíma liðsins.

Töluvert margir leikmenn liðsins höfðu samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki fengið laun sín greidd frá félaginu.

Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, blés á þessar sögusagnir í samtali við Fótbolta.net.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var spurður út í þetta mál eftir tap FH gegn KR í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Ég held að formaðurinn hafi svarað því ágætlega þegar hann var spurður," sagði Ólafur.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, vísaði þessum fréttum á bug í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla á Twitter og menn sem hafa mis­mikið vit á fót­bolta. Það er gott að þeir hafi ein­hvern vett­vang til að tjá sig," sagði Davíð Þór.
Athugasemdir
banner
banner
banner