Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Þórarinn Ingi fór í sjúkrabíl
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson meiddist illa í leik Stjörnunnar og Fylkis en leiknum er að ljúka. Stjarnan er 4-1 yfir en hér má nálgast textalýsingu frá honum.

Eftir um tíu mínútna leik meiddist Þórarinn og þurfti að fara af velli.

„Fylkir fær aukaspyrnu út á hægri væng eftir að Þórarinn Ingi gerist brotlegur, Hann steinliggur og virðist hafa farið frekar illa út úr þessu, báðir sjúkraþjálfarar á vettvangi og þetta lítur ekki vel út," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, textalýsandi Fótbolta.net.

„Tóti fer af velli á börum og hefur lokið leik. Vondar fréttir fyrir heimamenn en engin aukvisi sem fyllir skarð hans."

Á 31. mínútu kom svo þessi færsla:

„Á meðan á þessu stóð mætti sjúkrabíll til að koma Þórarni undir læknishendur. Við óskum honum að sjálfsögðu skjóts bata."
Athugasemdir
banner
banner
banner