Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 13:23
Brynjar Ingi Erluson
Torres: Gerrard besti leikmaður sem ég hef spilað með
Fernando Torres og Steven Gerrard mynduðu einstakt teymi
Fernando Torres og Steven Gerrard mynduðu einstakt teymi
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, fyrrum leikmaður Liverpool og spænska landsliðsins, tilkynnti á föstudag að skórnir fari upp á hillu í lok tímabils. Hann segir að Steven Gerrard sé besti leikmaður sem hann hefur spilað með.

Torres er 35 ára gamall og spilaði með Atlético Madrid, Liverpool, Chelsea, AC Milan og nú Sagan Tosu, þar sem hann klárar tímabilið áður en hann leggur skóna á hilluna.

Hann var einn mest spennandi framherji heims er Liverpool keypti hann frá Atlético Madrid árið 2007.

Hann eyddi fjórum árum hjá Liverpool þar sem hann skoraði 81 mark í 142 leikjum. Torres náði gríðarlega vel saman við Steven Gerrard, fyrirliða félagsins, en þó svo Torres hafi spilað með mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum þá varð Gerrard fyrir valinu sem besti leikmaður sem hann hefur spilað með.

„Ég hef alltaf sagt það að Steven Gerrard er besti leikmaður sem ég hef spilað með. Hann er leikmaður sem fullkomnaði minn leik og þegar ég var með honum á vellinum þá vorum við í annarri vídd," sagði Torres.

„Þessi tími hjá Liverpool var ótrúlegur og ef ég fengi að fara til baka, þó það væri ekki nema ein mínúta þá myndi ég gera það," sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner