Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 23. júní 2019 18:35
Arnar Daði Arnarsson
Túfa: Við þurfum að styrkja okkur
Túfa.
Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindvíkinga var svekktur en samt sem áður stoltur með framlag síns liðs eftir 1-0 tap gegn Val í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar á Origo-vellinum í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Grindavík

„Það er mjög svekkjandi að fá ekki neitt úr þessum leik. Mér fannst við eiga skilið annað hvort eitt eða þrjú stig úr þessum leik. Þeir bjarga tvisvar sinnum á línu og við fáum færi til að komast yfir í fyrri hálfleik sem myndi gera þetta enn erfiðara fyrir þá."

„Þegar upp er staðið er ekkert sem ég get kvartað yfir. Ég er stoltur af strákunum. Þeir gerðu allt 100% eins og ég var búinn að leggja leikinn upp, vinnusemin og liðsheildin var til staðar. Eina sem vantar er úrslitin," sagði Túfa þjálfari Grindavíkur í viðtali eftir leik.

„Við erum að spila góðan varnarleik og ég held að þetta sé eina leiðin til að ná árangri fyrir lið eins og við sem erum ekki með risastóran hóp. Við höfum gert þetta hingað til frábærlega, við þurfum aðeins meira sóknarlega til að skora mörk. Ef þú skorar ekki mark þá getur þú ekki unnið leiki, það er ekki nóg að spila góðan varnarleik. Ég er mjög ánægður með liðið."

Færeyingurinn, René Joensen var ónotaður varamaður hjá Grindavík í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„Hann hefur verið að strögla með meiðsli að undanförnu og þetta hefur tekið í kringum mánuð þar sem hann æfir ekki almennilega. Við tókum enga sénsa með því að setja hann inná í dag," sagði Túfa sem vonast til að bæta við sig leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar 1. júlí.

„Ég vona að við fáum styrkingu. Drengirnir mínir eiga skilið smá hjálp. Við þurfum það. Ef við viljum vera með í baráttunni þá þurfum við að styrkja okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner